Hver?

Hunang vefstofa er byggð á gömlum grunni (Outcome hugbúnaðar) og er því ein elsta vefstofa landsins. Fyrirtækið hefur að geyma hæft og fært starfsfólk og frábæra samstarfsaðila.

Hvað?

Hunang vefstofa smíðar vefi og veflausnir sem uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina og notenda. Allir Hunangs vefir eru snjallir, hraðir og aðgengilegir.

Hvernig?

smíðar vefi í vefumsjónarkerfinu UMBRACO
setur upp vefi í WordPress
setur upp vefverslanir í Cs-Cart vefverslunarkerfinu
veitir lipra þjónustu

Hvar?

Litla ljúfa skrifstofan okkar er í Hlíðasmára 2, Kópavogi

Persónuverndarstefna

Hunang vefstofa leggur áherslu á trúnað og öryggi þeirra persónuupplýsinga sem fyrirtækið meðhöndlar. Persónuverndarstefna okkar nær til persónuupplýsinga viðskiptavina, verktaka og annarra ytri hagsmunaaðila.

Persónuupplýsingar eru hvers kyns persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til tiltekins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa um hvaða persónuupplýsingum fyrirtækið safnar, með hvaða hætti fyrirtækið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Ábyrgð

Hunang vefstofa meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækinu er látið í té ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu.

Söfnun og meðferð upplýsinga

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða starfsumsókna, þar sem skrá þarf nafn, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Hunang vefstofa sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram slíkum upplýsingum án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Hunang vefstofa safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að ekki sé hægt að veita umbeðna þjónustu.

Eftirtaldar upplýsingar eru dæmi um persónuupplýsingar viðskiptavina sem unnið er með í skilningi persónuverndarlaga:

Miðlun persónuupplýsinga

Hunang vefstofa nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru fengnar til og eru þær ekki geymdar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við lög, reglur eða ákvæði samninga milli aðila.

Trúnaður

Hunang vefstofa gerir trúnaðarsamning við alla samstarfsaðila og verktaka. Trúnaður tekur til allra upplýsinga sem starfsmaður/verktaki kann að verða áskynja í tengslum við starf sitt. Öll þjónusta og uppsetning búnaðar er á þann hátt að ekki sé hætta á misnotkun tölvukerfis og upplýsinga.

Öryggi gagna

Hunang vefstofa leggur áherslu á að tryggja örugga varðveislu persónuupplýsinga. Í samstarfi við hýsingaraðila vefja, gagna og tölvupósts eru viðeigandi öryggisráðstafanir í samræmi við  ISO/IEC 27001:2013 staðalinn til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni. 

Lög nr. 90 27. júní 2018 https://www.althingi.is/altext/148/s/1296.html
Persónuverndarlöggjöfin í heild sinni, Regulation (EU) 2016/679 of the European Parliament https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/LSU/?uri=CELEX:32016R0679

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Hunangs